Starfsmaður í vöruhúsi
Salaried, full-timeJob Overview
Helstu verkefni
- Taka á móti vörum og staðfesta magn og upplýsingar og skrá í birgðakerfi.
- Pökkun og undirbúningur sendinga, þar með talið skjalavinna fyrir útflutning
- Halda utan um birgðir og skráningar í Microsoft Business Central.
- Framkvæma innri móttöku- og gæðaskoðanir á keyptum vörum samkvæmt verklagsreglum.
- Vinna náið með framleiðslu- og þjónustudeild varðandi sendingar og birgðahald.
- Viðhalda skipulögðu, hreinu, öruggu vöruhúsi og stuðla að góðu flæði í daglegu starfi
- Taka virkan þátt í umbótaverkefnum, hagræðingu ferla og sinna öðrum tilfallandi verkefnum eftir þörfum.
Hæfnis- og menntunarkröfur:
- Nákvæmni í vinnubrögðum og geta til að klára verkefni af fagmennsku.
- Færni til að fylgja verklagsreglum og sinna skráningum og skjölun.
- Áhugi á að starfa í umhverfi þar sem gæðakröfur og ferlar skipta miklu máli.
- Reynsla af vinnu á lager, í vöruhúsi eða birgðastýrðu umhverfi er kostur.
- Góð enskukunnátta í ræðu og riti.
- Gott auga fyrir tölum og áhugi á tæknilausnum er kostur.
- Þekking á Excel og Word er æskileg; reynsla af birgðakerfum eins og Navision og Business Central er kostur.
Umsóknir, ásamt ferilskrá og kynningarbréfi, mega vera á íslensku eða ensku. Kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Við höfum áhuga á hæfileikaríku fólki sem deilir ástríðu okkar fyrir að bæta líf fólks. Nox Medical fagnar fjölbreytileika. Við teljum að grunnurinn að kraftmikilli frumkvöðla starfsemi felist í sanngjörnu og inngildandi vinnuumhverfi. Menning fyrirtækisins okkar byggist á því að leiða saman ólíkar hugmyndir og einstaklinga til að hvetja til nýsköpunnar og samvinnu.
Make Your Resume Now